laugardagur, febrúar 24, 2007

fallegur dagur


þriðjudagur, júní 28, 2005

Ljósmyndasýning í sögumiðstöð

Fyrir þá sem ekki hafa áhuga á því birti ég myndirnar sem hanga uppi í sögumiðstöðinni:
1. Speglun I
2. Speglun II
3. Mógrafir við Búðir
4. Nykur
Nykur, sem og nennir er kallaður eða vatnahestur, er bæði í ám og stöðuvötnum og jafnvel á sjó. Hann er líkastur hesti að öllu skapnaðarlagi, oftast þó grár, en stundum brúnn, og snúa allir hófarnir aftur, hófskeggin öfugt við það sem er á öðrum hestum; þó er hann alls ekki bundinn við þessi einkenni; hitt er honum eiginlegt að hann breyti sér snögglega á ýmsa vegu að eigin vild. Þegar sprungur koma á ísa á vetrardag verða þar af dunur miklar; segja menn þá að nykurinn hneggi. Hann kastar fyli eins og hestar, en allt í vatni, en þó hefur það borið við að hann hafi fyljað hross manna. Það er einkennilegt við alla þá hesta sem undan nykur eru að þeir leggjast niður hvort þeim er riðið eða þeir bera bagga yfir vatnsfall sem vætir kvið þeirra, og hafa þeir þá náttúru af nykrinum því hann heldur sig á landi við ár og vötn sem ill eru yfirferðar: er hann þá spakur og tælir menn til að ríða sér yfir. Þegar það hefur borið við að menn hafi farið honum á bak hleypur hann óðar út í vatnið og leggst þar og dregur þá með sér, er á sitja, niður í vatnið. Ekki þolir nykur að heyra nafn sitt eða nokkurt orð er því líkist, þá tekur hann viðbragð og hleypur í vatnið.

(Úrdráttur úr:
Íslenskar þjóðsögur og ævintýri,
eftir Jón Árnason)
5. Stöðin
6. Helgrindur
7. Fjara
8. Flóð
9. Tveir hrafnar
10. Leiðin að Kvíabryggju

11. Sandur

12. Búland

laugardagur, maí 21, 2005

27.10.02

Eins og sjá má þá hef ég verið nokkuð latur penni síðustu vikur. Kannski hefur ekkert verið að gerast eða ég bara ekki haft mig í að tala um þá hluti sem í kring um mig gerast. Allavegana, þá hef ég vanrækt þig ... lesandann minn ... ég hef komist að þeirri niðurstöðu að í stað þess að þegja þá geti ég allteins skrifað niður gamlar færslur úr dagbókinni minni. Góða skemmtun.

Þegar ég var fimmtán ára þá skipti ég hárinu á mér í miðju kollsins. Ég held ég hafi gert það ómeðvitað, því að mér fannst hár bara vaxa þannig. Fannst að það kæmi upp úr kollinum og legðist niður þar sem halli væri. Allir þeir sem ekki voru með greitt í píku voru því að ögra náttúrunni.

föstudagur, maí 06, 2005

Úr lausu lofti gripið:
Pólverji: "Súper gott!...súper gott!
Breti: Yes....it´s Super-Cod!

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Slappað´af! Ég er að vinna í þessu.

Úr lausu lofti:
Stígvélaðimaðurinn skammar pólverja:
"þetta heitir ekki stinky-stinky, ...þetta eru tröppur!"

sunnudagur, mars 20, 2005

Enn eina sögu verð ég að segja af greyinu Thomasi, þó svo að hann sé löngu farinn. En fyrir stuttu heyrði ég af honum nokkuð sem ég hafði ekki heyrt fyrr.

Þannig var það einn dag, eftir að vinnu lauk, að verkstýran átti leið fram hjá stakkageymlunni og heyrði þaðan einhver læti. Hún opnar þar hurð og stingur nefinu inn. Þar fyrir innan sér hún Thomas karlinn í hörku slag við stakkinn sinn, eða öllu heldur hékk þar stakkur hans á snaga og hann var í óða önn við að kýla úr honum "líftúruna" og bölva honum um leið. Hún spyr varfærnislega: "Are you all right?", - hann stoppar, lítur upp og segir, " Yes, I´M all right!", - en lítur svo á stakkinn, líkt og öðru máli gegni um hann.
Verkstýran dregur höfuðið aftur til baka, hallar hurðinni og gengur burtu með hljóðin af nokkrum vel völdum bóndahöggum í bakgrunni.

föstudagur, mars 18, 2005

Það hefur komið fyrir að ég hafi stolið.
Ég var 6 eða 7 ára þá. Ekkert var í veröldinni mikilvægara en kábojbyssur, og þær seldi Leikbær. Einn leikfangakassinn þar innihélt, til að mynda, tvær byssur og hvellettur. Tilvalið fyrir góða vini. Í marga daga suðaði ég um þennan kassa í pabba. Ég vissi að þessi kassi var lykillinn að velgengni í hverfinu. En alltaf var svarið það sama: Nei!
Svo var það einn morguninn að ég vaknaði fyrstur allra. Læddist fram í eldhús, klifraði upp á borð og teygði mig í veski upp á ísskáp. Þennan morgun var veskið óvenju úttroðið. Það geymdi þrjátíu þúsundkalla, í það minnsta, og kassinn minn kostaði bara einn! Verðið vissi ég upp á hár eftir ótal ferðir í Leikbæ, bara til að skoða allt og góna á kassann - 1000kr. Veskið fór aftur upp á ísskáp, örlítið léttara.
Úti á túni, fyrir framan blokkina mína, var fyrsti hverfisgemlingurinn á fætur að leik. Strákur að nafni Aron. Ég hljóp til hans og sagði honum með æðibunugangi að pabbi hefði gefið mér þúsundkall og nú ætlaði ég í Leikbæ. "Þúsundkall!?! -kreisti hann út og slóst með í för.
Í minningunni valhoppum við tveir inn í Leikbæ. Ég slengi peningum á borðið og bendi á kassann minn. Þetta var svo sannarlega dagurinn sem allt mitt líf hafið gengið út á. "Ertu alveg viss um að foreldrar þínir leyfi þér að kaupa svona dýrt dót?" - spurði konan á bak við borðið, og ég svaraði um hæl, "Auðvitað!", - stórhneikslaður á því að hún skildi efast um örlæti pabba míns, "Þau eiga helling!".
Í hjólageymslunni í blokkinni tökum við Aron upp úr kassanum, hlöðum hvellettunum í byssurnar og hlaupum út. Nú í dag grunar mig að þetta hafi í raun verið rásbyssur sem keyptum, því ekki hafði nema einu skoti verið hleypt af þegar fyrir hornið kemur askvaðandi krakkahópur, með bróður minn í fararbroddi. Krakkaskríllinn bendir á mig og beinir orðum sínum til Arons, "Hann stal pening frá pabba sínum!". Aroni greyinu verður við eins og byssa hans logi af hreinsunareldinum. Hún flýgur hátt upp í loft og lendir á túninu um það leiti sem Aron kemur sér fyrir aftast í þvögunni. Ég ligg í, að mér finnst, tíu metra djúpri holu og horfi upp til krakkanna allt í kring um mig.
Það undraðist ég þó mest að engar skammir fékk ég frá pabba. Þess í stað fékk ég að heyra yfirvegað tal um heiðarleika og gildi peninga. Byssunum fékk hann skilað.